Við erum að byggja upp útgáfu af internetinu sem verndar persónuupplýsingar, og við byrjum á tölvupósti.

Við erum vísindamenn, verkfræðingar og forritarar sem drógumst saman vegna hugsjóna okkar um verndun borgaralegs frelsis á ennþá öruggara interneti. Þess vegna stofnuðum við ProtonMail, auðvelda og örugga tölvupóstþjónustu með innbyggða enda-í-enda dulritun og bestu fáanlegu öryggiseiginleika. Markmið okkar er að byggja upp internet sem virðir gögn einstaklinga og sé öruggt gagnvart netárásum og snuðri.

Við erum ákveðin í því að þróa og dreifa sem víðast þeim verkfærum sem til þarf við að vernda gögnin þín á netinu. Teymið okkar sameinar ítarlega stærðfræðilega og tæknilega þekkingu frá heimsins virtustu rannsóknastofnunum við sérþekkingu í að hanna notendaviðmót sem sé einfalt í notkun. Saman, erum við að byggja upp dulritaða samskiptatækni framtíðarinnar.

Skoðaðu öryggiseiginleikana okkar Lestu bloggið okkar

STJÓRNENDUR

 

Dr. Andy Yen

CEO/Founder

Andy er með meira en 8 ára reynslu af dreifðri tölvuvinnslu fyrir krefjandi útreikninga varðandi öreindarannsóknir. Andy var í rannsóknastöðu við CERN frá 2009 til 2015, þar sem leiðir stofnenda ProtonMail lágu saman. Hann er með doktorspróf í eðlisfræði frá Harvard og gráðu í hagfræði frá Caltech.

Dr. Bart Butler

CTO

Bart Butler er yfirverkfræðingur hjá ProtonMail og sérfræðingur í dulritun. Áður vann hann hjá CERN í fjöfur ár sem rannsakandi við LHC-öreindahraðalinn (Large Hadron Collider). Hann er með doktorspróf í öreindaeðlisfræði frá Stanford og var nýdoktor við Harvard háskóla.

STJÓRNUN

 

Dingchao Lu

Technical Operations

Dingchao leiðir tölvupóst- og geymslurýmisteymið sem ábyrgt er fyrir áreiðanleika vefsvæðisins. Hann er með gráðu í rafmagnsverkfræði frá Caltech og er með mastersgráðu í tölvunarfræði frá USC. Hann er ævintýragjarn útivistarmaður og frambærilegur skákmaður.

Dr. Jan Veverka

Infrastructure

Jan sér um að byggja gagnaverin okkar, vefþjónakerfin og öll vöktunartólin. Hann var í rannsóknastöðu við CERN og nýdoktor við MIT þar sem hann vann við CMS-tilraunina (the CMS Experiment). Jan er með doktorspróf í eðlisfræði frá Caltech og með diplómagráðu í eðlisfræði frá RWTH Aachen háskólanum.

 

Richard Tetaz

Front-End

Richard biður að heilsa frá Frakklandi, hann leiðir forritunarteymið fyrir ytri viðmót. Hann leggur áherslu á að skrifa hreinlegan, glæsilegan og afkastamikinn kóða. Hann er með ástríðu fyrir fallegum verkefnum og að vinna með frábæru fólki. Hann er með 7 ára reynslu við að hanna flókin vefforrit.

Yanfeng Zhang

Software Architect

Feng vinnur við innviðakerfi, snjalltækni, og við að hanna aðgerðasöfn fyrir dulritun. Hann er með yfir 10 ára reynslu við störf hjá sprotafyrirtækjum í leikja- og greiðslugáttabransanum um víða veröld. Feng er líka sérfræðingur í forritahönnun og snjalltækjaþróun.

 

Dino Kadrikj

Mobile

Dino er snjallsímaforritari með margra ára reynslu við að hanna flókin forrit. Hann er ábyrgur fyrir snjalltækjaforritum ProtonMail og því að notendur upplifi sem besta reynslu af þeim þegar verið er á ferðinni. Dino er til húsa á skrifstofunni okkar í Skopje, Makedóníu.

Samuele Kaplun

ProtonVPN CTO

Samuele er með bakgrunn í kennilegum tölvunarfræðum. Eftir 12 ár hjá CERN við uppbyggingu upplýsingakerfa fyrir háorku-eðlisfræðirannsóknir, er hann lentur hjá Proton við störf sem tengdust upphaflega bakvinnslukerfum og öllum þeim tólum sem bæta samvinnslu í Proton kerfunum sjálfum. Síðan í nóvember 2018 hefur hann leitt ProtonVPN teymið.

 

Violeta Kochoska

Customer Support

Sem yfirmaður aðstoðar við viðskiptavini, vinnur Violeta náið með forriturunum okkar við að greina og skilja þau vandamál sem notendur gætu rekist á, og að tryggja að notendur upplifi bestu mögulega reynslu af vinnuumhverfi sínu. Hún er verkfræðingur með gráðu í tölvunarfræði og er einnig mikill aðdáandi vísindaskáldsagna og ferðalaga.

Seb Pere

Head of Sales

Seb leiðir viðskiptahliðina hjá okkur, það með talið sölu, viðskiptaþróun og áætlanagerð. Hann er handhafi Bachelorgráðu í viðskiptafræði, mastersgráðu í markaðsfræðum og er með MBA frá University of Chicago Booth. Áður en hann kom til Proton starfaði hann sem ráðgjafi í áætlanagerð, sem frumkvöðull og við sölu og markaðsmál.

 

Antonio Gambardella

Advisor

Antonio er yfirmaður með 15 ára reynslu af stjórnunarstörfum. Sem formaður ráðgjafastjórnar okkar, sér hann um að innleiða framtíðarsýn og útvíkkun á starfsemi okkar. Antonio þjónar einnig sem forstjóri FONGIT, sjálfseignarstofnunar til stuðnings nýsköpunar af hálfu Genfarfylkis og svissnesku sambandsríkisstjórnarinnar.

Giacomo

Advisor

Giac er margreyndur frumkvöðull með yfir 20 ára reynslu við einkafjármögnun framtaksfjárfestinga (private equity), viðskiptaþróun, sölu, markaðssamskiptum og stjórnun í ýmsum greinum iðnaðar. Honum er mikið í mun um að hjálpa Proton við að ná upp á næsta stig.

 

Skoðaðu hvaða störf eru í boði

Hefurðu áhuga á að gera gagnaleynd sjálfgefna á vefnum?

Við erum að leita að hæfileikaríkum einstaklingum sem hafa áhuga á að byggja upp öruggara og frjálsara internet án eftirlits.

Um Proton Technologies

Síðan stofnendateymið okkar hittist í CERN og byrjuðu á þróun ProtonMail, þá hefur Proton Technologies AG vaxið upp í að vera leiðandi á heimsvísu varðandi öryggi á internetinu. Í dag erum við stærsti þjónustuveitandinn fyrir öruggan tölvupóst með meira en milljón notendur. Til viðbótar við höfuðstöðvarnar í Genf í Svisslandi, þá erum við með stuðningsmiðstöðvar í San Francisco í Kalíforníu og í Skopje í Makedóníu. Viðvera okkar úti um víða veröld gerir okkur kleift að veita aðstoð allan sólarhringinn og að vakta stöðugt öll mikilvægu kerfin okkar fyrir alla notendurna.

Við trúum því að öryggi og gagnaleynd séu alþjóðleg gildi, þvert á landamæri. Aðlögun, samþætting og fjölbreytni eru kjarnagildi fyrirtækisins. Saman tala sérfræðingar okkar frá ýmsum heimshornum ensku, frönsku, þýsku, ítölsku, spænsku, tékknesku, makedónsku, kínversku og rússnesku.

ProtonMail nýtur stuðnings meira en 10,000 einstaklinga hvaðanæva úr veröldinni sem hafa tekið þátt í hópfjármögnuninni okkar, sem sló öll met. Aðrir stuðningsaðilar eru til að mynda Charles River Ventures og Fondation Genevoise pour l'Innovation Technologique (FONGIT), sjálfseignarstofnun án hagnaðarmarkmiða sem fjármögnuð er af Swiss Federal Commission for Technology and Innovation með almenningshagsmuni að leiðarljósi. Við þiggjum einnig ráðgjöf frá MIT Venture Mentoring Service.

Höfuðstöðvar Proton Technologies AG í Genf í Sviss
Fáðu þér öruggt tölvupóstfang
Búa til notandaaðgang

Proton Technologies AG

Route de la Galaise 32,
1228 Plan-les-Ouates
Geneva, Switzerland

Misnotkun: abuse@protonmail.com
Vegna fyrirspurna varðandi lagaleg atriði eða frá lögreglu
smelltu hér

Vegna beiðna um aðstoð, skoðaðu
protonmail.com/support