Gerðu samskipti fyrirtækisins þíns örugg

ProtonMail er heimsins stærsti þjónustuaðili fyrir dulritaðan tölvupóst, sem þjónustar milljónir notenda út um víða veröld. Við verjum samskiptin þín fyrir stafrænum árásum nútímans.

BIÐJA UM UPPLÝSINGAR

 

Haltu tölvupóstfanginu þínu

ProtonMail gerir þér kleift að halda fyrirtækispóstfanginu þínu (þú@þittfyrirtæki.com). Sendu og taktu á móti dulrituðum tölvupósti bæði innan og utan fyrirtækisins.

Innbyggð dulritun

Dulritun er ekki einhver forritsviðbót eða skringilegt tengiforrit með valmyndum og aukasmellum. Enda-í-enda dulritun er sjálfgefið virk á öllum notendaaðgöngum og algerlega samfelld í umhverfið.

Verndun allsstaðar

Þetta er tölvupóstur - hann fylgir þér. Núna er hann alveg jafn öruggur þegar þú ert á ferðinni eins og hann er á skrifstofunni. Vef- og borðtölvuforritin eru studd með verðlaunuðum farsímaforritum sem tryggja öruggan tölvupóst á snjalltækjum.

Taktu völdin í þínar hendur

Þú getur haldir fullri stjórn á gögnunum þínum en samt notið áreiðanleika og hagkvæmni skýjalausnar. Engin þörf er að hafa áhyggjur af að utanaðkomandi aðilar komist að gögnunum því ProtonMail gerir þau óaðgengileg með öllu fyrir aðra en þig og þína. Þetta er svo öruggt að meira að segja við getum ekki lesið gögnin.

Fyrirhafnarlaus aðlögun og stjórnun

Eigðu örugg samskipti við samstarfsaðila og viðskiptavini án þess að þurfa að breyta því hvernig þú notar tölvupóst. Saumlaus og sjálfvirk dulritun þýðir að endurmenntun starfsfólks er óþörf. Stigflokkun notenda og mismunandi notandaaðgangar hjálpa við að stýra skipulagningu og fínstillingum á öryggiseiginleikum.

Heimsklassa öryggi

Hver einasti notandi ProtonMail er með heimsklassa vísindamenn sér að baki sem vinna allan sólarhringinn að því að tryggja öryggi gagnanna hans. Háþróuð tækniþekking og úrvals stoðkerfi eru nýtt í út smæstu smáatriði ProtonMail, allt frá því sem þú sérð á skjánum þínum - yfir í kerfin sem sjá um reksturinn. Við eigum langan feril að baki við að byggja upp sumt af heimsins mest notaða dulritunarhugbúnaði.

KANNA NÁNAR

HIPAA samhæfni

Dulritaðu sjálfvirkt viðkvæmar heilsufarsupplýsingar (PHI) inni í tölvupóstskilaboðum, þar með töldum viðhengjum, áður en þau yfirgefa tæki sendandans, og þar með uppfylla kröfur HIPAA varðandi tölvupóstsamskipti. Sendu HIPAA-samhæfðan póst úr öllum tækjum. Viðtakendur geta lesið og svarað án þess að setja upp sérstakan hugbúnað.

KANNA NÁNAR

GDPR samhæfni

GDPR-reglugerð Evrópusambandsins (General Data Protection Regulation) kveður á um nýjar strangar reglur varðandi öryggi persónulegra gagna — og háar sektir sé þessum reglum ekki fylgt. ProtonMail styður fyrirtæki og stofnanir við að nýta sterka dulritun, persónuvernd sem tekið er tillit til á öllum hönnunarstigum, og að fylgja greinargóðri gagnavinnslusamþykkt (Data Processing Agreement) sem kemur í veg fyrir öryggisrof og sem takmarkar lagalega ábyrgð.

KANNA NÁNAR

Lærðu meira um ProtonMail


Af hverju í Sviss?

Hvítbók

Ertu að hugsa um að gera samskipti fyrirtækisins þíns örugg?


BIÐJA UM UPPLÝSINGAR

Proton AG

Route de la Galaise 32,
1228 Plan-les-Ouates
Geneva, Switzerland

Misnotkun: abuse@protonmail.com
Vegna fyrirspurna varðandi lagaleg atriði eða frá lögreglu
smelltu hér

Vegna beiðna um aðstoð, skoðaðu
protonmail.com/support